139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:06]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að fagna að dregið er úr fyrirhuguðum niðurskurði í heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Það er líka ástæða til að vekja athygli á því að það horfir ekki vel til framtíðar með reksturinn í þessu sjávarplássi sem skilar allra plássa á landinu mestum tekjum í ríkissjóð. Þar eru menn vanir að hafa hlutina í lagi. Þeir eiga að vera það um landið allt en til þessa þarf að taka tillit í náinni framtíð að reksturinn sé tryggður vegna þess fyrst og fremst að Vestmannaeyjar eru eyland og það kostar einangrun gagnvart öðrum þáttum í þjónustukerfi landsins.