139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Verið er að auka rétt til atvinnuleysistrygginga með lengingu bótaréttar úr þremur árum í fjögur. Þetta er tímabundin ráðstöfun vegna efnahagsástandsins og nær til þeirra sem hófu töku atvinnuleysisbóta frá og með 1. mars 2008. Þá er verið að draga úr fyrirhugaðri skerðingu hlutabóta og veita atvinnuleitendum rétt til fimm daga veikinda á ári á bótum. Ég segi já við þessari tillögu.