139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:22]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við framsóknarmenn styðjum þessa breytingartillögu, enda höfum við verið talsmenn þess að lækka húshitunarkostnað heimila á köldum svæðum. En eins og hv. síðasti ræðumaður nefndi mun það kosta, þær 80 millj. sem ríkissjóður er að hafa af þessum svæðum aukalega, 8 þús. kr. hækkun á rafmagnsreikningi 11 þúsund heimila. Það er ekki viðunandi að horfa upp á það hvernig ríkisstjórnin mismunar fólki í landinu, skattpínir fólk á þessum svæðum sem er sífellt mismunað með hærri orkusköttum í því fjárlagafrumvarpi sem við ræðum hér. Það verður að snúa ofan af þessari þróun og þessari stefnumörkun. Þetta er óviðunandi en þetta er þó skref í rétta átt en engan veginn nægjanlegt.