139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:27]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Einn af þeim liðum sem við greiðum atkvæði um núna er aukið framlag til Háskólaseturs Vestfjarða um 10 millj. kr. sem er mjög mikilvægt til að tryggja þá mikilvægu starfsemi sem þar er. Sé ég ástæðu til þess, virðulegi forseti, að þakka hæstv. menntamálaráðherra sérstaklega fyrir hennar framlag í þessu máli. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)