139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:33]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vek sérstaka athygli á því að öll fjárlaganefndin sameinaðist um þetta mikilvæga forvarnamál. Tillagan er byggð á þingsályktunartillögu frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og fleiri konum úr öllum flokkum og úr Hreyfingunni og miðar við að bólusetning 12 ára stúlkna við HPV-sýkingum og leghálskrabbameini hefjist á haustmánuðum ársins 2011 og verði árleg eftir það.