139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:48]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Öll fjárlaganefnd stendur að þessu máli. Hv. þm. Kristján Þór Júlíusson lagði fram tillögu þess efnis í fjárlaganefnd og ég fagna því að það ríkir mikil og góð samstaða um þetta verkefni. Fyrr í vikunni hóf ég utandagskrárumræðu um framtíðarsýn íslensks háskólasamfélags. Það var góð, þörf gagnleg umræða þar sem rætt var á málefnalegan hátt um hvernig við viljum sjá háskólasamfélagið í framtíðinni. Ég vil standa vörð um og styrkja Háskólann á Akureyri. Hann hefur sýnt það að hann er grunnstoð háskólasamfélags á landsbyggðinni. Hann hefur markað sér spor á alþjóðavísu og tekið forustu hvað varðar heimskautarétt og málefni norðurslóða. Ég segi því já við þessari tillögu.