139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í sumar flutti ég breytingartillögu um að Alþingi hefði sérfjárlög. Mér finnst það neyðarlegt og aumingjalegt að Alþingi þurfi að gera breytingartillögu við tillögu frá hæstv. fjármálaráðherra. Ég skora á þingheim að taka sér tak og samþykkja að Alþingi hafi sérfjárlög og að alþingismenn séu á launum hjá Alþingi en ekki ríkisstjórninni og þurfi ekki að þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir aurana sem þeir fá. (BirgJ: Heyr, heyr.)