139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:53]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Jafnmikið og ég er fylgjandi því að við eflum vegagerð og setjum atvinnulífið af stað treysti ég mér ekki til að samþykkja þetta mál. Ég verð að segja eins og er að því meira sem ég hlusta á hv. þm. Kristján Möller ræða það, því verr líst mér á það. Það er algjörlega ljóst, virðulegi forseti, að menn þurfa að hugsa það fyrir fram hvernig þeir ætla að taka veggjöld (Gripið fram í.) en það er ekki — ef ég fengi að tala hér aðeins væri það æskilegt, virðulegi forseti, þetta fer eitthvað mikið í taugarnar á stjórnarliðum að við skulum tjá okkur um þetta mál. (Gripið fram í: Ég ætlaði að greiða atkvæði um …) Aðalatriði málsins er að það þarf að hugsa þetta mál miklu betur og ef menn ætla að taka veggjöld innan hverfa í Reykjavík er það mál sem gengur ekki upp, virðulegi forseti. (Forseti hringir.)