139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í sívaxandi mæli eru menn að fara inn á þá braut að fela kostnað, fela það sem þeir eru raunverulega að gera, fela þá skuldbindingu sem við erum að velta yfir á börnin okkar. (Gripið fram í: Hvar lærðum við það?) Ég veit ekki hvar menn lærðu það en það er slæm reynsla og slæm kennsla. (Gripið fram í: … í Sjálfstæðisflokknum.) Kannski höfum við lært það hjá útrásarvíkingunum, kannski af Grikklandi.

Hér er verið að taka inn lánsfjárheimildir og ég kem inn á það á eftir hvað við erum að gera en mér finnst vanta þarna inn í einn lið. Það á nefnilega að ræða Icesave í dag. Þar er verið að tala um 700 milljarða kr. lánsfjárheimild. Það er það sem málið snýst um. Það er verið að veita ríkisábyrgð á 700 milljörðum kr. í Icesave og ég vil að þessi tala verði hækkuð upp í það. Menn eru enn þá að fela. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Ég sit hjá við þessa tillögu en mun greiða atkvæði gegn næstu.