139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[13:08]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það hefur verið mjög fróðlegt að fylgjast með þessari atkvæðagreiðslu og sjá hvernig stjórnarmeirihlutinn sjálfur hefur rústast í henni. Við upplifum það hér undir heimildarafgreiðslu þegar jafnvel sjálfur mörðurinn, hv. þm. Mörður Árnason, svíkst undan merkjum. (ÓÞ: Þetta er ekki hægt …) Hér grípur hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir fram í og ég hef fylgst með (Gripið fram í.) orðaskiptum hennar við þingflokksformanninn sem situr að baki mér. Ég vísa allri ábyrgð á fjárlagafrumvarpinu, vinnulaginu við þetta, á hendur ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum og það er ömurlegt að upplifa það að á tímum þar sem við þurfum meiri vöxt erum við að fá fréttir af því núna að fótunum sé kippt undan gagnaverum og þeirri uppbyggingu sem þar er. Er meiri hluti innan stjórnarliðsins með þá afstöðu ríkisstjórnarinnar? [Kliður í þingsal.]