139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[17:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vona að hv. þingmaður verði sannspár í lokaorðum sínum og ég þakka honum fyrir góða og yfirgripsmikla ræðu um málið. Ég bið hv. þingmann, af því að hann er nú kunnur hagfræðingur héðan af vettvangi Alþingis, að rifja aðeins upp þá fyrirvara sem menn sameinuðust um í fjárlaganefnd þingsins á sínum tíma um að gera við eldri samning, hvað þeir fólu í sér, og mat hans á því hvort samningurinn sem nú liggur fyrir mundi rúmast innan þeirra marka sem þingið setti þá.