139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[21:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það mál sem við ræðum er mjög gagnmerkt og gott nema það dugar allt of fáum. Við björgum kannski einhverjum hóp sem telur hundruð manna en vandamálið er hjá hópi sem er sennilega 10 eða 20 sinnum stærri, ef ekki 30–40 sinnum, og það er sá hópur sem lendir í árangurslausu fjárnámi. Hann fer undir yfirborðið líka og honum verður ekki bjargað með þessu. Ég ætla bara að koma því að.