139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

Icesave.

[10:46]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það var samdóma álit allra ráðherra í ríkisstjórn að láta drögin að nýju Icesave-samkomulagi ganga til Alþingis til umfjöllunar þar. (Gripið fram í: Ertu sammála …?) Ég vona að menn beri gæfu til þess að taka þar málefnalega á málum en láti ekki leiða sig inn í (Gripið fram í: Pólitískar skotgrafir.) pólitískar skotgrafir, [Hlátur í þingsal.] ofan í pólitískar skotgrafir. Mér finnst sannast sagna svolítið alvörumál (Gripið fram í: Í alvörunni?) að Sjálfstæðisflokkurinn skuli taka á þessu alvörumáli á þennan hátt, vera hér hlæjandi, snúa út úr málum í stað þess að gera það sem Alþingi ber að gera, leggjast málefnalega yfir þetta stóra hagsmunamál (Gripið fram í: … bera þetta undir þjóðina.) íslensku þjóðarinnar. (SKK: En þjóðaratkvæðagreiðslan?) (Gripið fram í: Heyrðu, …)