139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[11:16]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða eitt af fjölmörgum málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn hafa keyrt í gegn til að koma til móts við það fólk sem hefur orðið fyrir áfalli í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta er þjóðþrifamál, gott mál sem þingið á að styðja í gegn. Það eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna í samningaviðræðum við lánardrottna sína og það gerbreytir samningsstöðu þeirra að leiða þetta í lög. Þess vegna er þetta þjóðþrifamál.