139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:19]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Í umfjöllun um frumvarp það sem breytingartillaga þessi er gerð við fór félags- og tryggingamálanefnd ítarlega yfir stöðu Sólheima. Það var fullvissa okkar eftir samtöl við bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytið að staða Sólheima væri nákvæmlega sú sama og annarra þjónustuaðila varðandi samningsmöguleika við sveitarfélög. Nefndin leggur áherslu á að fjölbreytt þjónustuúrræði verði í boði og telur að starfsemi í samfélaginu á Sólheimum eigi að vera tryggð til að fatlaðir einstaklingar geti valið um búsetu og þjónustu. Ég tel því ekki þörf á þessari breytingu enda er það ekki hlutverk jöfnunarsjóðs að sjá um samning af því tagi sem breytingartillagan kveður á um. Þess vegna segi ég nei við þessari tillögu.