139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:22]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ítarlega var spjallað um málefni Sólheima í félags- og tryggingamálanefnd enda kemur fram í nefndaráliti sem er sameiginlegt öllum nefndarmönnum allra flokka. Hér segir, með leyfi forseta:

„[Nefndin leggur] áherslu á að fjölbreytt þjónustuúrræði, eins og t.d. samfélagið á Sólheimum, verði tryggð í anda þess að fatlaðir einstaklingar geti valið sér búsetu og úrræði.“

Að þessu standa fulltrúar allra flokka. Ég segi því nei við þessari breytingartillögu enda hef ég trú á því að rétt sé að færa málaflokkinn yfir til sveitarfélaganna. Ég hef trú á því að þau geti sinnt þeim málaflokki vel og það eigi við um alla og öll þau úrræði sem á þarf að halda og þess vegna segi ég nei.