139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég get ekki stutt tillögu hv. þm. Árna Johnsens í þessu efni en legg engu að síður mikla áherslu á að í þeim breytingum sem fram undan eru verði unnið á þeim grundvelli sem fram kemur í nefndaráliti hv. félags- og tryggingamálanefndar um að starfsemin á Sólheimum verði tryggð þannig að það merkilega uppbyggingarstarf sem þar hefur farið fram fái áfram að njóta sín og þeir einstaklingar sem þar hafa búið geti notið áfram þeirrar þjónustu sem þar hefur verið boðið upp á. Ég legg á þetta mikla áherslu og held að það sé jákvætt í þeirri umræðu sem fram hefur farið að heyra að það er vilji til þess að standa vörð um starfsemina á Sólheimum. Ég held að við eigum að láta það verða niðurlag þessa fundar þó að tillaga hv. þm. Árna Johnsens nái augljóslega ekki fram að ganga.