139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:28]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þingið er í þann mund að stíga mikið framfaraskref. Ég held að okkur öllum sem hér erum beri að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hér er um mikilvægt framfaraspor í þágu þjónustu við fatlað fólk að ræða og er fagnaðarefni að jafnmikil samstaða skuli vera á þinginu og er í hv. félags- og tryggingamálanefnd um þetta mál. Það mun veita málaflokknum gott brautargengi inn í framtíðina samfélaginu öllu til heilla.