139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[10:09]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í meðförum þingsins hafa þær breytingar helstar orðið vegna samkomulags um skuldamál heimilanna að hér er breytingartillaga um að auka mjög verulega í vaxtabætur, sem skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli fyrir allt það skuldsetta fólk sem er úti í samfélaginu.

Um orð hv. þm. Bjarna Benediktssonar er það að segja að vondan bandorm af þessu tagi höfum við oft afgreitt frá hruni. Ég stóð að afgreiðslu á þeim fyrsta í desember 2008. Þá stóð ekkert á Sjálfstæðisflokknum að hækka öll gjöld og skatta á fólkið í samfélaginu, enda vissu þeir að þá sem nú er það nauðsynlegt. Afstaða þeirra í orði kveðnu ræðst hins vegar af því hvort þeir eru í stjórn eða í ábyrgðarlausri stjórnarandstöðu.