139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[10:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í gær afgreiddum við fjárlög. Nú erum við að afgreiða hluta af fjárlögunum. Það er vítavert. Það á að afgreiða þessa tekjuliði áður en fjárlögin eru samþykkt. Öll atriðin þar inni, eða flestöll, eru auknir skattar á heimili og fyrirtæki. Þessar álögur vinna gegn því að skapa atvinnu, þær vinna gegn því að fólk geti fengið vinnu. Ég tel að þessi stefna sé orðin gjaldþrota og við sjálfstæðismenn höfum lagt til tekjuauka sem er miklu meiri en þetta. Það var fellt. Við erum eindregið á móti þeim álögum sem menn ætla að leggja á heimili og fyrirtæki. Ég segi nei.