139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í tillögu ríkisstjórnarinnar er búið að leysa vandamál sem var óleysanlegt. Það var sett í fyrra og við bentum þá á að ekki væri hægt að reikna dæmið eins og þeir lögðu til. Hér er búið að laga það. En við ætlum að ganga lengra vegna þess að það er mjög ósanngjarnt að menn geti verið með einn gengisreikning — þetta er skattlagning á hagnað í gengisreikningum — það sem þeir tapa og annan sem þeir græða, og svo geti þeir verið með íbúðarhúsnæði sem eru með fjármagnstekjur sem þeir græða líka á.

Mér finnst mjög óeðlilegt að það sé tekið í sundur. Það á að taka þetta allt saman, allar fjármagnstekjur ársins sem maðurinn hefur og líka tap sem hann verður sannarlega fyrir. Það leggjum við til í þessari breytingartillögu. Hún er mjög skynsamleg, hún er réttlát. Það er fráleitt að borga skatta af fjármagnstekjum öðrum megin og geta ekki dregið það tap frá sem þeir verða fyrir hinum megin. Þetta er mjög sanngjörn og réttlát tillaga og ég skora á hv. þingmenn að samþykkja hana og líka hæstv. ráðherra.