139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í tillögum ríkisstjórnarinnar í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að söluhagnaður af íbúðarhúsnæði sem verður eftir að menn deyja og erfingjarnir fá arfinn, verði ekki skattlagður sem hagnaður. Það er nefnilega þannig að menn gerast fyrirtæki eftir að þeir deyja, og þangað til arfi er úthlutað er það meðhöndlað eins og fyrirtæki. Þess vegna geta menn fyrst greitt tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins eða dánarbúsins og síðan borgað erfðafjárskatt. Það er mjög óeðlilegt.

Við leggjum til að við göngum lengra, að allur hagnaður af dánarbúi verði ekki skattlagður, þ.e. að dánarbú greiði ekki tekjuskatt. Það er mjög óeðlilegt að menn séu látnir borga tekjuskatt eftir að þeir eru dauðir og áður en erfingjarnir taka við.