139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:36]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri breytingu sem ætlunin er að gera á möguleikum fólks til að fá greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila. Upp hafa komið atvik þar sem einstaklingar sem höfðu verið í atvinnurekstri neyddust til að fara á atvinnuleysisbætur en fengu ekki möguleika á frestun á greiðsluuppgjöri í samræmi við lögin vegna þessa. Hér er því mikil bragarbót á löggjöfinni sem við samþykktum og ég fagna því. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)