139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum um alls konar ívilnanir fyrir nýsköpunarfyrirtæki og það er vel því að okkur veitir ekki af nýsköpun, okkur veitir ekki af störfum, en til að fyrirtæki geti farið út í einhverjar fjárfestingar þurfum við áhættufé. Það er einmitt sá hvati sem búið er að taka í burtu að kröfu ESA og er það mjög miður. Alþingi felldi rétt áðan tillögu frá mér og fleirum um að gera svona hlutabréfakaup almennt séð heimil og frádráttarbær. Það er mjög miður í þessu máli en ég tek undir þær breytingar sem gerðar eru til hagsbóta fyrir nýsköpun í þessum greinum og segi já.