139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér eru greidd atkvæði um að hætt verði að greiða iðgjöld í B-deild LSR og í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga frá og með þar næstu áramótum. Inni í þessum sjóðum er skuldbinding ríkissjóðs upp á 400 milljarða, hún er ógreidd. Þess vegna furðar mig að hæstv. fjármálaráðherra skuli greiða atkvæði gegn þessu. Það er tífalt nýja Icesave og sama sem gamla Icesave. (TÞH: Ekki alveg gamla Icesave.) Ekki alveg gamla Icesave, fyrirgefið, ég þarf að leiðrétta mig. (Gripið fram í.)

Enn hafa 6.000 opinberir starfsmenn heimild til að greiða til B-deildarinnar og afla þessara miklu réttinda og ég tel nauðsynlegt að stöðva þetta. Það er ekki hægt að gera það strax vegna uppsagnarákvæða og eignarréttar (Forseti hringir.) en ég skora á hv. þingmenn að greiða atkvæði með þessu.