139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[11:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að innleiða afar jákvæða kerfisbreytingu á álagningu vörugjalda á bifreiðar. Það mun skapa jarðveg til að lækka sparneytnar og umhverfisvænar bifreiðar í verði á komandi ári og hleypa þannig lífi í bílgreinina. Með breytingum þeim sem málið hefur tekið í meðförum Alþingis hefur verið komið til móts við sjónarmið ferðaþjónustunnar og sjónarmið landsbyggðarinnar. Allar breytingar eru ívilnandi auk þess sem sköpuð eru meiri tækifæri til að nýta metanorku, innlendan orkugjafa, í landinu og hvetja til frekari þróunar í henni og hvetur það til minni notkunar á jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði. Málið er að mínu viti í alla staði mjög jákvætt og ég segi já.