139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[11:20]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp snýst ekki um það að draga úr kolefnislosun, það er blekking ein. Það eru 29 undanþáguflokkar í frumvarpinu þar sem allir þeir sem menga mest og allir þeir sem keyra mest fá undanþágu frá þessum gjöldum. Með þessu frumvarpi er verið að velta skattinum yfir á Jón Jónsson sem keyrir í vinnuna og keyrir út í búð. Hvers vegna er verið að undanskilja erlenda ferðamenn frá kolefnisskatti á Íslandi? Það er alger rökleysa. Það er verið að flækja málin allt of mikið, það hefði verið hægt að ná þessu í gegn með miklu skilvirkari hætti og betri árangri með því einfaldlega að flytja vörugjöldin yfir á jarðefnaeldsneyti. Það hefði hvatt til minni notkunar á jarðefnaeldsneyti og aukinnar notkunar á metani og rafmagni. Þetta frumvarp er vitleysa og blekking ein og það kemur frá vinstri grænum. (BJJ: Heyr, heyr.)