139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:41]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Áður en Alþingi fór í sumarleyfi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um meðferð einkamála sem áttu að tryggja flýtimeðferð allra ágreiningsmála sem vörðuðu gengistryggð lán fyrir dómstólum.

Það frumvarp olli töluverðu uppnámi í ríkisstjórninni og var ekki fallist á að málið yrði tekið á dagskrá. Hins vegar boðaði hæstv. forsætisráðherra og þáverandi hæstv. dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, að skipuð yrði nefnd til að taka á þessum málum sem átti að skila af sér tillögum í haust.

Nú er þingið að fara í jólafrí, engin nefnd hefur verið skipuð og engar tillögur liggja fyrir en enn er uppi réttarágreiningur um öll þau mál sem bíða afgreiðslu í dómskerfinu. Það er miður en ég minni á að þetta frumvarp liggur fyrir þinginu, (Forseti hringir.) mælt hefur verið fyrir því og það á auðvitað að samþykkja.