139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:44]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég er almennt þeirrar skoðunar að það eigi að vinna að því að draga úr eða afnema verðtrygginguna eins og hún hefur verið um langt skeið. Að því er nú unnið, sérstakur starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra undir forustu hv. þm. Eyglóar Harðardóttur hefur fengið það verkefni að skoða leiðir í því efni og finna að hve miklu leyti og hvenær við getum losað okkur við verðtrygginguna. Ég er almennt þeirrar skoðunar að koma böndum á vaxtakostnað í landinu. Ég tel að sú tillaga sem hér liggur fyrir, með hliðsjón af því að verið er að vinna að í verðtryggingarmálunum almennt, nái ekki tilgangi sínum og ég get ekki stutt hana eins og hún er útfærð.