139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

brunavarnir.

79. mál
[12:25]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Merði Árnasyni, það var ákveðinn ævintýrabragur yfir meðferð þessa máls og því samkomulagi sem náðist seint í nótt eða vel á fjórða tímanum. Það var einnig rétt hjá hv. þm. Skúla Helgasyni að það lá við að þetta mál fuðraði upp í þeim deilum sem voru innan ríkisstjórnarflokkanna um málið.

Það var allt of mikil óvissa í þessu máli, allt of mikill hraði á meðferð þess, og ágreiningurinn snerist fyrst og fremst um að breytingunum hefði fylgt gríðarlega mikill kostnaður sem hefði komið neytendum og þeim sem nota innanlandsflug mjög illa.

Ég þakka þeim þingmönnum og ráðherrum stjórnarliðsins sem höfðu skynsemina að leiðarljósi með okkur í stjórnarandstöðunni til að leiða þetta mál til farsælla lykta.