139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

brunavarnir.

79. mál
[12:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að hafa uppi miklar lýsingar eða líkingar úr flug- eða brunaliðsmáli í sambandi við þetta mál. Ég vildi bara segja að það er búinn að vera nokkuð erfiður ágreiningur um tiltekna þætti frumvarpsins. Sá ágreiningur var að lokum til lykta leiddur á fjórða tímanum í nótt og í ljósi þess lýsi ég yfir stuðningi við frumvarpið og breytingartillögur sem fyrir liggja af hálfu hv. umhverfisnefndar og einstakra umhverfisverndarmanna um þetta mál.