139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

brunavarnir.

79. mál
[12:29]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því eins og aðrir að fengist hefur niðurstaða í þetta mikla deilumál sem valdið hefur miklum óróa innan stjórnarflokkanna og á Alþingi um hvernig með eigi að fara. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að Alþingi er núna að lögfesta í fyrsta skipti að fulltrúar tveggja valdablokka innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, fulltrúar villikattanna og fulltrúar heimiliskattanna, skuli setjast niður og tala saman og er ekki seinna vænna.