139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

301. mál
[14:15]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp í þessari atkvæðagreiðslu til að lýsa yfir stuðningi mínum við breytingartillögu þessa. Farið hefur verið yfir rökin fyrir því að samþykkja þessa breytingartillögu. Það sem er farið fram með hér er augljóst brot bæði á stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum. Um það þarf ekki að fjölyrða. Því til staðfestingar liggja óteljandi dómar, bæði hér á landi og erlendis. Ég segi já.