139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

301. mál
[14:16]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Það á að vera heilagur réttur fólks að standa utan félaga sem það kærir sig ekki um að vera partur af. Fólk á að eiga þann rétt að þurfa ekki að sæta því með löggjöf að greiða félagsgjöld til félaga sem það vill ekki vera félagar í. (Gripið fram í.) Það væri t.d. fáránlegt ef hæstv. fjármálaráðherra mundi skylda mig til aðildar að Vinstri hreyfingunni – grænu framboði eða skylda mig til að greiða félagsgjöld í þann flokk eða það félag. (Gripið fram í.) Það sama gildir um þetta mál og þess vegna er þessi breytingartillaga flutt til að tryggja rétt manna til að standa utan þeirra félaga og þurfa ekki að greiða til þeirra félaga sem þeir vilja ekki vera félagar í. Og ég hefði talið að sjálfur mannréttindaráðherrann, sem nýkominn er í þann ráðherrastól, ætti helst að hafa skilning á þessum sjónarmiðum en svo er greinilega ekki.