139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[14:30]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Íslendingar hafa alltaf lagt á það ríka áherslu að skuldbindingarnar sem nú er verið að lögfesta hafa ekki haft lagalegt gildi fyrir þjóðina. Hér er um stefnubreytingu að ræða. Málið er keyrt í gegnum þingið rétt fyrir jólafrí en fær ekki eðlilega umræðu í nefndum og í þinginu. Upphæðin sem liggur að baki frumvarpinu og skuldbindingarnar sem ríkisstjórnin er búin að gangast undir með frumvarpi þessu er hærri en vinir okkar Færeyingar lánuðu okkur eftir hrunið. Þetta er ógeðsjólagjöf frá ríkisstjórninni til þjóðarinnar nú í desember.