139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

dómstólar.

246. mál
[16:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er einmitt það sem kemur fram í meðferð allsherjarnefndar um þetta mál. Fyrir nefndinni kom fram að umfang starfs forseta réttarins mundi aukast með fjölgun dómara og annars starfsfólks, en í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins kemur fram að fyrirhugað er að ráðnir verði til viðbótar tveir aðstoðarmenn dómara auk hálfs stöðugildis skrifstofumanns. Það kom fram að með því að lengja starfstíma forseta yrði meiri festa í starfi viðkomandi forseta og meiri líkur á að hann geti sinnt tímafrekari stjórnunarverkefnum. Þetta er alveg kristaltært í þessu nefndaráliti og mjög sannfærandi rök. Það væri fróðlegt að heyra mótrök gegn þeim hjá hv. þm. Birgi Ármannssyni.