139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[18:03]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir sumt af því sem hv. þingmaður segir en ég get hins vegar ekki alveg skrifað undir það að allsherjarnefndarmenn viti ekki hvað þeir eru að gera núna ef það er það sem liggur í orðum hans. En engu að síður tel ég að það væri til bóta ef við í allsherjarnefndinni mundum eiga samtöl við þá sem helst hafa þekkingu á þessum málum, aðila í ráðuneytinu, Lögregluskólanum, í Landssambandi lögreglumanna og einhverja slíka áður en við göngum endanlega frá þessu máli og afgreiðum það í gegnum þingið.