139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

337. mál
[15:06]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Bandaríkin fá prik fyrir að gefa í skyn að þau telji að það eigi ekki að halda slíka samráðsfundi þar sem Ísland er skilið eftir ásamt fleiri ríkjum og frumbyggjum. Ég vil gjarnan brýna hæstv. utanríkisráðherra í að koma því mjög skýrt á framfæri við öll tækifæri sem gefast og ég brýni líka þingmenn í því sambandi, sérstaklega í að beina þeim orðum til bæði Norðmanna og Dana, sem fara þarna fram fyrir hönd Grænlendinga, um að við teljum að þarna eigi öll norðurskautsríkin sem núna eru starfandi í Norðurskautsráðinu að sitja við borðið og það eigi ekki að búa til einhvern nýjan vettvang færri ríkja, einhverra súperríkja.

Við erum á þessu svæði, þetta er mjög brýnt hagsmunamál fyrir okkur og við eigum ekki að taka það til greina að við séum útilokuð frá þessu samstarfi.