139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

337. mál
[16:41]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þá ábendingu að hv. þingmanni liggi ekki hátt rómur, hann er hógvær og lítillátur og lætur ekki fara mikið fyrir sér, hvorki á þinginu, meðal vina sinna né í einkalífi. Það kann að vera kominn tími til að hann verði að taka sér tak og breyta þessu og taka upp nýja hætti í opinberu lífi sínu og meðal vina og fjölskyldu. Ég þakka þingmanninum fyrir góðar ábendingar í þá átt.