139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mál eins og þetta er grafalvarlegt en engu að síður er mjög mikilvægt að við höldum öll ró okkar yfir því og förum ekki fram af of mikilli hörku og dæmum menn fyrir fram. Það er samt mjög mikilvægt að forseti beiti sér fyrir því og svari spurningum sem hafa verið lagðar fram um hvers vegna þingmönnum hafi ekki verið greint frá þessu fyrr og skili þinginu skýrslu, líkt og ég held að hv. þm. Ólöf Nordal hafi óskað eftir, og upplýsi okkur um ferli málsins og hvað gerðist í rauninni. Ég hvet okkur öll til að taka á þessu af fullri hörku, af fullri alvöru því þetta er grafalvarlegt mál. Hins vegar held ég að við eigum að gera það á yfirvegaðan hátt en ekki fara fram með ofstopa eða ómálefnalegum hætti eins og mér finnst því miður að þingmenn hafi gert um ákveðin mál undanfarið, t.d. að ætlast til þess að Alþingi grípi inn í dómsmál, (Forseti hringir.) það er álíka gáfulegt og ætla að fara fram með ofstopa í þessu máli.