139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

skýrsla forseta um öryggismál tölvukerfis Alþingis.

[15:36]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti þakkar þingmönnum fyrir þessa umræðu, ábendingar og spurningar. Það er alveg ljóst að forseti telur þetta alvarlegt mál og því verður fylgt eftir. Forseti vill einnig geta þess að í öllum atriðum þessa máls fór hann að ráðum bæði lögreglunnar og yfirmanna tölvudeildar og yfirmanna í þinginu. Forsætisnefnd mun, ásamt þingflokksformönnum, fara yfir þetta mál. Það verður tekið á öryggisreglu, það hefur verið gert, við munum fara yfir allar reglur og ef þeim er ábótavant í einhverjum efnum munum við ráða bót á þeim. Sömuleiðis munum við hafa samband við alla þá sem hafa komið að þessu máli, m.a. lögregluna, og þar verður þeirra spurninga spurt sem menn hafa komið hér fram með í þessari umræðu.

Forseti þakkar umræðuna og vill fullvissa þingmenn um að málinu verður fylgt eftir af festu.