139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[15:50]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þar sem málið er um fjöleignarhús og fjallar um húsnæðismál þá fellur það undir velferðarráðuneytið og mun væntanlega fara til félags- og tryggingamálanefndar sem hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson situr í. Málið ætti því að vera í góðum höndum en í sjálfu sér er engu að síður afar góð ábending að þetta verði skoðað líka í heilbrigðisnefnd og félags- og tryggingamálanefnd geti þá metið það.

Fyrst og fremst er þetta sett fram til að tryggja að þarna verði ekki árekstrar þar sem menn eru að fá mikilvæg hjálpartæki sem leiðsögu- og hjálparhundarnir eru og að það sé með einhverjum skýrum hætti reynt að taka á því hvað menn gera ef slíkur ágreiningur kemur upp.