139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

meðferð trúnaðarupplýsinga.

[14:05]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Eftir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave-málið svokallaða var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu með miklum meiri hluta atkvæða voru hafðar uppi miklar heitstrengingar af hálfu ríkisstjórnarinnar um að eftir að þingið fengi málið aftur til umfjöllunar yrði tryggt að allir alþingismenn hefðu aðgang að þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu. Nú liggur fyrir að þetta samtal milli seðlabankastjóranna tveggja hefur verið birt í fjárlaganefnd. Það er mjög mikilvægt að aðrir þingmenn hafi aðgang að samtalinu, og þjóðin öll, sérstaklega í ljósi þess að einstakir þingmenn eru nú farnir að túlka innihald samtalsins og við hinir, þ.e. þeir sem þurfa á endanum að taka afstöðu til málsins (Forseti hringir.) sem hér er til meðferðar, höfum ekki haft aðgang að því og getum ekki lagt mat á það hvort þessar túlkanir eru réttar. Í ljósi þessa óska ég eftir að (Forseti hringir.) þetta samtal verði birt opinberlega.