139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

meðferð trúnaðarupplýsinga.

[14:08]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að biðja hæstv. forseta að beita sér fyrir því að þetta samtal verði gert þingmönnum, og helst allri þjóðinni, opinbert. Ef það er ekki talið við hæfi að gera öllum þetta opinbert óska ég eftir að við fáum í það minnsta aðgang að þessu samtali. Það gengur ekki að þeir sem fá að sjá gögnin eigi að hafa um þau trúnað en túlki þau svo út og suður í fjölmiðlum. Ég fer vinsamlegast fram á það, frú forseti, að þetta verði birt.