139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

meðferð trúnaðarupplýsinga.

[14:16]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Hv. formanni fjárlaganefndar er mætavel kunnugt um afstöðu mína í málinu. Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar og það eru ýmsir fleiri innan fjárlaganefndar sem vilja það. Við sjálfstæðismenn höfum farið fram á það að fundur verði í nefndinni á morgun. Hann verður og þar sem sérstaklega verður tekið á þessu máli.

Þegar við fórum út af fundinum í gær var ég eindregið þeirrar skoðunar að við ættum að birta þetta strax af því að ég tel að almenningur eigi rétt á því að kynna sér efni samtalsins á milli Mervyns Kings og fyrrverandi seðlabankastjóra. Þá dró ég sérstaklega fram að menn mundu ekki tjá sig við fjölmiðla á einn eða neinn hátt, þ.e. ekki efnislega um innihald samtalsins. Það gerðu hins vegar formaður og varaformaður fjárlaganefndar en við öll hin sem fengum símtöl frá fjölmiðlum sögðum: Nei, við munum ekki tjá okkur um þetta, hvorki já né nei.

Ég tel ríka ástæðu til að allir þeir þingmenn sem hér eru inni og munu síðar taka afstöðu til Icesave-málsins (Forseti hringir.) eigi sama rétt og við fjárlaganefndarmenn til að kynna sér efni og (Forseti hringir.) innihald samtalsins.