139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

351. mál
[15:03]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Markmið okkar með frumvarpinu er að ná utan um þann vanda sem hv. þingmaður rakti og setja þessari starfsemi eðlileg mörk og ramma og draga úr áhættu almennings af viðskiptum við peningamarkaðssjóði eins og kostur er, gera þeim skylt að upplýsa um fjárfestingarkosti þannig að fólk viti að hverju það gengur með kaupum á skírteinum í slíkum sjóðum. Ég lýsi ráðuneytið einfaldlega tilbúið til frekara samráðs við nefndina um það og útfærslur á því hvernig nákvæmlega er hægt að haga málum þannig að vel fari svo að við búum eins vel um hnúta varðandi þennan þátt á fjármálamarkaðnum og kostur er.