139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

tekjuskattur.

275. mál
[16:47]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil leiðrétta eitt, ég óskaði eftir því að málið færi til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Það á auðvitað að fara til efnahags- og skattanefndar og leiðréttist hér með.

Ég ætla ekki að svara hv. síðasta ræðumanni. Ég nenni ekki að fjalla um hálft mál í hverju tilviki, bendi bara á að meðal meðflutningsmanna — af því að hv. þm. Pétur Blöndal vitnaði í þingflokk Sjálfstæðisflokksins — eru reyndustu menn þingflokksins á þessu sviði, hv. þm. Ásbjörn Óttarsson og Kristján Þór Júlíusson.