139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

tilraun til njósna.

[10:56]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Eina aðkoma mín að því máli sem hv. þingmaður nefnir er sú að forseti þingsins greindi mér frá því á sínum tíma að þessi umrædda tölva hefði fundist. Ástæðan fyrir því að hún greindi mér frá því var sú að ég yrði sem yfirmaður stjórnsýslunnar að vita um slíkt til að þetta yrði skoðað á vegum stjórnsýslunnar. Það var gert. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að lögreglustjóri hafi látið yfirmenn ráðuneytis míns vita um það. Það var farið yfir allt tölvukerfi stjórnsýslunnar vegna þessa. Ekkert fannst þar að. Það er eina aðkoma mín að þessu máli.