139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[11:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tilhögun umræðunnar verður eftirfarandi: Ráðherra hefur 15 mínútur til framsögu og fulltrúar annarra flokka á Alþingi átta mínútur hver og andsvör verða leyfð. Þingmenn hafa síðan þriggja mínútna ræðutíma hver og andsvör þar eru ekki leyfð. Í lok umræðunnar hefur innanríkisráðherra einnig þrjár mínútur.

Hefst nú umræðan og til máls tekur hæstv. innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson.