139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:34]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég hef farið yfir er þetta eitt af þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á þessu kjörtímabili. Ég segi ekki að þetta sé forgangsmál á kjörtímabilinu, ég held því ekki fram að þetta sé það næsta sem við gerum. Ég segi einfaldlega að við getum tekið okkur tíma til að ákveða hvernig við bregðumst við. Við ætlum að halda stjórnlagaþing vegna þess að það er meiri hluti í þinginu sem bauð fram með það á stefnuskrá sinni að það skyldi gert. Það er vilji fyrir því meðal þjóðarinnar.

Það var rifjað upp í Fréttablaðinu í morgun af Þorvaldi Gylfasyni að minni kjörsókn hafi verið fyrir þjóðfundinn 1851 en núna fyrir stjórnlagaþingið. Þó hefur engum dottið í hug hingað til að halda því fram að það hafi verið eitthvert ómark. (Gripið fram í.) Var það eitthvert ómark (Gripið fram í: … konur …) sem þar fór fram?